Enski boltinn

Richards var orðlaus eftir mark Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Varnarmaðurinn Micah Richards segir að hann hafi verið orðlaus í um fimm sekúndur eftir að Wayne Rooney skoraði sigurmark Manchester United gegn Manchester City um helgina.

Staðan var jöfn, 1-1, þegar að Rooney skoraði markið seint í síðari hálfleik með glæsilegri bakfallsspyrnu. Markið má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

Richards leikur með City og segir markið hafa verið stórglæsilegt.

„Í sannleika sagt ætlaði ég ekki að trúa því hvað hann væri að gera þegar hann stökk upp. Svo endaði boltinn í markinu og ég var orðlaus í um fimm sekúndur."

„Þetta var ótrúlegt mark. Það sýndi vel hvað Wayne getur gert og af hverju United gerði allt sem félagið gat til að halda honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×