Enski boltinn

Toure: City getur orðið betra lið en Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yaya Toure hefur trú á sínu liði.
Yaya Toure hefur trú á sínu liði.
Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi leikmaður Man. City, er ekki að spara yfirlýsingarnar en hann hefur nú lýst því yfir að Man. City geti orðið betra lið en Barcelona.

"Það er ekki hægt að bera liðin saman núna því Barcelona er á toppnum og með gæðaleikmenn eins og Messi, Xavi, Iniesta og Dani Alves. Við erum samt enn að bæta við okkur sterkum leikmönnum," sagði Toure.

"Eftir svona tvö ár verðum við kannski með betra lið en Barca. Við verðum samt að leggja hart að okkur ef við ætlum að ná á þann stall."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×