Hollendingurinn Arjen Robben hjá Bayern Munchen býst ekki við sóknarbolta hjá ítalska liðinu Inter Milan þegar liðin mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó á morgun en fyrir níu mánuðum mættust þessi lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid.
„Það verða engin leyndarmál í þessum leik. Ég tel ekki að Inter sé með lakara lið en þegar þeir urðu Evrópumeistarar og þeir eru enn með frábært lið. Þeir verða án einhverra leikmanna á móti okkur, það veikir ekki liðið en gæti samt ráðið úrslitum í þessum leikjum," sagði Robben.
„Ég býst ekki við því að Inter-liðið ætli að bjóða upp á fallegan fótbolta á móti okkur.
Þeir hafa í rauninni ekki leikmenn til að spila sóknarbolta. Þeir eru ekki eins og Barcelona og styrkur þeirra liggur á öðrum stöðum á vellinum," sagði Robben.
„Í úrslitaleiknum síðasta vor þá sýndu þeir mikla þolinmæði og biðu eftir því að við gerðum mistök. Þeir skoruðu á okkur úr skyndisóknum og við megum ekki láta það gerast aftur. Það væri fullkomin úrslit fyrir okkur að sleppa við tap," sagði Robben.
Robben: Inter hefur ekki leikmennina til að spila sóknarbolta
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

„Við viljum meira“
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



