Starfslokasamingur sparisjóðsstjóra: „Það á að taka mig af lífi" SB skrifar 1. febrúar 2011 11:52 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu." Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu."
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira