Umfjöllun: Fyrsti bikarúrslitaleikur Þórsara framundan Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 27. júlí 2011 18:15 Páll Viðar kom sínum mönnum í bikarúrslitin. Mynd/Valli Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Þór er komið í úrslitaleik Valitor-bikarkeppninnar í fyrsta skipti í sögu félagið. Þór vann góðan sigur á ÍBV á Akureyri í kvöld og mætir BÍ/Bolungarvík eða KR í úrslitaleiknum 13. ágúst. Það var fagnað vel og innilega eftir leikinn enda rík ástæða til. Eyjamenn byrjuðu leikinn á stórsókn. Þeir áttu fjögur skot á markið fyrstu fjórar mínúturnar og vörn Þórsara virkaði taugaveikluð og mætti varla til leiks til að byrja með. Í tvígang gaf hún ÍBV boltann og mikil hætta skapaðist. En ÍBV náði ekki að skora, sem gildir enn í fótboltanum sem það sem þarf til að vinna leiki. Það gerði aftur á móti Þórsliðið. Gísli Páll tók innkast sem skoppaði yfir Abel Dhaira sem fór út úr marki sínu. Glórulaust úthlaup og David Dizstl heldur áfram að skora, hann potaði boltanum í tómt markið. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Þór. Heimamenn voru svo miklu betri í upphafi seinni hálfleiks. Þeir fengu ágætt færi áður en Sveinn Elías tvöfaldaði forystu Þórsara. Hann skallaði hornspyrnu Atla Sigurjónssonar í markið en enginn var að passa Svein og eftirleikurinn auðveldur. Eyjamenn sköpuðu sér fín færi en Srjdan varði nokkrum sinnum vel í markinu. Aaron Spear var svo klaufi að hitta ekki boltann fyrir opnu marki. Eyjamenn urðu pirraðir og fóru að skamma hvorn annan í pirringi sínum. ÍBV spilaði ágætlega á miðjunni en þá vanti hugmyndir í fresmtu víglínu. Liðið fékk ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir að vera mikið með boltann. Tryggvi reyndi hvað hann gat en hann öskraði nokkrum sinnum hraustlega á félaga sína þegar þeir gerðu ekki það sem hann vildi. Þórsarar geta vel við unað en enn og aftur var barátta þeirra aðdáunarverð. Þeir skráðu spjald sitt í sögubækur Þórsara með þessum góða sigri. Vrenko var frábær í vörninni, Atli á miðjunni og Srjdan í markinu. BÍ/Bolungarvík, öðru nafni Skástrikið, mætir KR í hinum undanúrslitaleiknum á sunnudaginn. Úrslitaleikurinn fer svo fram 13. ágúst.Þór 2-0 ÍBV 1-0 David Dizstl (11.) 2-0 Sveinn Elías Jónsson (54.)Áhorfendur: 1316Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 10–16 (4-7)Varin skot: Srjdan 7 – 2 AbelHorn: 4-9Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-1 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan Þórsarar taka á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. 27. júlí 2011 07:30