Enski boltinn

Schalke vill ekki skipta á Huntelaar og Berbatov

Forráðamenn Schalke hafa nákvæmlega engan áhuga á því að skipta á Klaas-Jan Huntelaar og Dimitar Berbatov. United verður því að finna aðra leið til þess að losna við Búlgarann.

"Það er nákvæmlega enginn áhugi af okkar hálfu að sleppa Huntelaar. Hann er í ótrúlega góðu formi og það er eðlilegt að frammistaða hans veki athygli stóru liðanna," sagði Horst Heldt, framkvæmdastjóri Schalke.

Forráðamenn Schalke segjast ekki hafa fengið nein formleg tilboð í Huntelaar en búast við því að einhver lið muni reyna að kroppa í hann er leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×