Van Persie tryggði Arsenal ótrúlegan 5-3 sigur á Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Robin van Persie skoraði þrennu og Arsenal vann glæsilegan 5-3 sigur á Chelsea í gjörsamlega ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni - enn og aftur. Arsenal komst með sigrinum upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal lenti tvívegis undir í fyrri hálfleik er Frank Lampard og John Terry skoruðu fyrir Chelsea. Van Persie hafði náð að jafna metin fyrir Arsenal en Terry kom heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Arsenal komst svo yfir með tveimur mörkum á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Fyrst Andre Santos og svo Theo Walcott. Juan Mata jafnaði svo metin fyrir Chelsea þegar tólf mínútur voru til leiksloka en Robin van Persie átti eftir að eiga síðasta orðið. Fyrst skoraði hann á 85. mínútu eftir hræðileg varnarmistök heimamanna og svo kórónaði hann frábæran leik í uppbótartíma með þriðja marki sínu. Sannarleg ótrúleg niðurstaða en þó svo að leiktíðin í Englandi sé enn nokkuð ung var þetta í sjöunda skiptið þar sem annað liðið skorar minnst fimm mörk í einum og sama leiknum. Yfirlit má sjá hér fyrir neðan. Lampard skoraði mark sitt með skalla eftir fyrirgjöf og John Terry af stuttu færi eftir hornspyrnu. Fyrsta mark Van Persie skoraði hann af stuttu færi eftir laglegt þríhyrningsspil við Gervinho. Andre Santos skoraði með hnitmiðuðu skoti í upphafi seinni hálfleiks og Theo Walcott eftir ótrúlega rispu þar sem hann prjónaði sig í gegnum varnarþvögu Chelsea þrátt fyrir að hafa hrasað í grasið. Juan Mata skoraði svo sitt mark með föstu skoti utan vítateigs. Sannarlega ótrúlegur leikur þar sem varnarleikurinn var í algeru aukahlutverki, þá sérstaklega hjá þeim bláklæddu sem gerðu sig seka um ótrúlega klaufaleg mistök í stöðunni 3-3. Terry, sem þá var aftasti varnarmaður Chelsea, þurfti að teygja sig á eftir sendingu Malouda en hann datt og missti af boltanum. Robin van Persie, sem átti frábæran leik, komst því einn gegn Cech og skoraði af miklu öryggi. Sigurinn er kærkominn fyrir Arsenal sem átti í miklum erfiðleikum í upphafi leiktíðarinnar. Liðið tapaði til að mynda 8-2 fyrir Manchester United og 4-3 fyrir Blackburn en með þessum sigri lyfti liðið sér upp í sjötta sæti deildarinnar. Chelsea er enn í þriðja sætinu með nítján stig, aðeins þremur á undan Arsenal. Manchester City er á toppnum með 25 stig en á leik til góða.Leikir þar sem annað liðið hefur skorað fimm mörk: Tottenham - Manchester City 1-5 Manchester United - Arsenal 8-2 Bolton - Manchester United 0-5 Bolton - Chelsea 1-5 Fulham - QPR 6-0 Manchester United - Manchester City 1-6 Chelsea - Arsenal 3-5 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Robin van Persie skoraði þrennu og Arsenal vann glæsilegan 5-3 sigur á Chelsea í gjörsamlega ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni - enn og aftur. Arsenal komst með sigrinum upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal lenti tvívegis undir í fyrri hálfleik er Frank Lampard og John Terry skoruðu fyrir Chelsea. Van Persie hafði náð að jafna metin fyrir Arsenal en Terry kom heimamönnum yfir undir lok hálfleiksins. Arsenal komst svo yfir með tveimur mörkum á sex mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Fyrst Andre Santos og svo Theo Walcott. Juan Mata jafnaði svo metin fyrir Chelsea þegar tólf mínútur voru til leiksloka en Robin van Persie átti eftir að eiga síðasta orðið. Fyrst skoraði hann á 85. mínútu eftir hræðileg varnarmistök heimamanna og svo kórónaði hann frábæran leik í uppbótartíma með þriðja marki sínu. Sannarleg ótrúleg niðurstaða en þó svo að leiktíðin í Englandi sé enn nokkuð ung var þetta í sjöunda skiptið þar sem annað liðið skorar minnst fimm mörk í einum og sama leiknum. Yfirlit má sjá hér fyrir neðan. Lampard skoraði mark sitt með skalla eftir fyrirgjöf og John Terry af stuttu færi eftir hornspyrnu. Fyrsta mark Van Persie skoraði hann af stuttu færi eftir laglegt þríhyrningsspil við Gervinho. Andre Santos skoraði með hnitmiðuðu skoti í upphafi seinni hálfleiks og Theo Walcott eftir ótrúlega rispu þar sem hann prjónaði sig í gegnum varnarþvögu Chelsea þrátt fyrir að hafa hrasað í grasið. Juan Mata skoraði svo sitt mark með föstu skoti utan vítateigs. Sannarlega ótrúlegur leikur þar sem varnarleikurinn var í algeru aukahlutverki, þá sérstaklega hjá þeim bláklæddu sem gerðu sig seka um ótrúlega klaufaleg mistök í stöðunni 3-3. Terry, sem þá var aftasti varnarmaður Chelsea, þurfti að teygja sig á eftir sendingu Malouda en hann datt og missti af boltanum. Robin van Persie, sem átti frábæran leik, komst því einn gegn Cech og skoraði af miklu öryggi. Sigurinn er kærkominn fyrir Arsenal sem átti í miklum erfiðleikum í upphafi leiktíðarinnar. Liðið tapaði til að mynda 8-2 fyrir Manchester United og 4-3 fyrir Blackburn en með þessum sigri lyfti liðið sér upp í sjötta sæti deildarinnar. Chelsea er enn í þriðja sætinu með nítján stig, aðeins þremur á undan Arsenal. Manchester City er á toppnum með 25 stig en á leik til góða.Leikir þar sem annað liðið hefur skorað fimm mörk: Tottenham - Manchester City 1-5 Manchester United - Arsenal 8-2 Bolton - Manchester United 0-5 Bolton - Chelsea 1-5 Fulham - QPR 6-0 Manchester United - Manchester City 1-6 Chelsea - Arsenal 3-5
Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira