Fótbolti

Tap hjá Alfreð og Lokeren

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Myn/Heimasíða Lokeren.
Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu sautján mínúturnar er lið hans, Lokeren, steinlá á heimavelli fyrir Kortrijk, 4-1, í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Alfreð skoraði tvívegis er Lokeren vann 3-1 sigur á Westerlo í belgísku bikarkeppninni á dögunum en það dugði honum þó ekki til að komast í byrjunarliðið í dag.

Arnar Þór Viðarsson lék að venju allan leikinn þegar að Cercle Brugge gerði 1-1 jafntefli við Zulte-Waregem á útivelli.

Jón Guðni Fjóluson var á meðal varamanna Beerschot og kom ekki við sögu er liðið tapaði fyrir Leuven, 3-2, á útivelli.

Bjarni Þór Viðarsson á við meiðsli að stríða og kom því ekki við sögu þegar að Mechelen vann 1-0 sigur á Westerlo á heimavelli.

Cercle Brugge er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, þremur stigum á eftir toppliði Anderlecht sem á leik til góða. Beerschot er í níunda sætinu með fjórtán stig, rétt eins og Mechelen sem er í tíunda sætinu. Lokeren er svo í ellefta sæti með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×