Enski boltinn

Dalglish: Leikmenn þurfa að hafa meiri trú á sjálfum sér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Kenny Dalglish, nýr stjóri Liverpool, segir að leikmenn þurfi að hafa meiri trú á eigin getu eftir að liðið tapaði fyrir Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í gær, 2-1.

Blackpool vann þar með báða leiki sína gegn Liverpool á tímabilinu. Fernando Torres kom reyndar Liverpool yfir í upphafi leiks í gær en þeir Gary Taylor-Fletcher og DJ Campbell skoruðu tryggðu svo Blackpool sigurinn.

Dalglish hrósaði engu að síður sínum leikmönnum eftir leikinn. „Það gátu allir séð að þeir lögðu sig alla fram og þeir spiluðu með stolti," sagði hann við enska fjölmiðla.

„En stundum skiptir það ekki máli hversu góðir leikmenn eru. Ef maður hefur ekki trú á sjálfum sér þá mun það ekki leiða til neins góðs."

„Það er mikil vinna framundan hjá okkur og við þurfum að gefa þeim þessa trú. Ég tel að við séum með góða leikmenn en þeir þurfa að hafa trú á því sem þeir eru að gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×