Enski boltinn

Nýr markvörður til Manchester City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Costel Pantilimon lokar á David Silva í viðureign City og Timisoara á síðustu leiktíð.
Costel Pantilimon lokar á David Silva í viðureign City og Timisoara á síðustu leiktíð. Nordic Photos/Getty Images
Manchester City hefur fest kaup á rúmenska markverðinum Costel Pantilimon. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við félagið í sumar.

Pantilimon er 24 ára og kemur frá Poli Timisoara í Rúmeníu. Hans hlutverk verður að vera til halds og trausts fyrir Joe Hart aðalmarkvörð félagsins. Shay Given gengdi því hlutverki á síðustu leiktíð en er nú kominn í búrið hjá Aston Villa.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri City heillaðist af Pantilimon í viðureignum City við Timisoara í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Enskir fjölmiðlar telja að Arsenal og Inter í Mílanó hafi einnig verið á höttunum eftir markverðinum.

Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við City í sumar. Áður hafði félagið fest kaup á Frakkanum Gael Clichy frá Arsenal, Svartfellingnum Stefan Savic frá Partizan Belgrad og Argentínumanninum Sergio Aguero frá Atletico Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×