Enski boltinn

Demba Ba er leikmaður vikunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Á sjónvarpsvef Vísis má sjá ýmis myndskeið úr ensku úrvalsdeildinni en í lok hverrar umferðar er hún gerð upp á ýmsan máta.

Meðal þess sem má sjá er leikmaður umferðarinnar en að þessu sinni er það Senegalinn Demba Ba sem skoraði tvívegis í 3-3 jafntefli West Ham gegn West Brom á útivelli í miklum fallbaráttuslag.

Þá eru tekin saman fimm fallegustu mörk umferðarinnar og kemur fáum á óvart að mark Wayne Rooney í sigri United á City á laugardaginn hafi verið valið það fallegasta.

Mark Rooney var einnig valið hið svokallaða gullna augnablik vikunnar en hann er þó ekki valinn í lið vikunnar en Nani er fulltrúi United í því að þessu sinni.

Wayne Hennessay, markvörður Wolves, er í liði vikunnar og hann þykir einnig eiga flottustu tilþrif markvarðar í deildinni þessa umferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×