Enski boltinn

Úlfarnir unnu WBA og komust upp úr fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Fletcher.
Steven Fletcher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wolves fékk þrjú dýrmæt stig í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið vann 3-1 heimasigur á West Bromwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.  

Úlfarnir fóru þar með upp úr fallsæti og sendu Blackpool þangað í staðinn. Wolves er nú með 37 stig eða einu meira en bæði Blackpool og Wigan. West Ham er síðan fjórum stigum á eftir Wolves.

Steven Fletcher skoraði tvö mörk fyrir Wolves-liðið í þessum leik. Hann var fyrst réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu á 15. mínútu og kom Úlfunum síðan í 3-0 á upphafsmínútu seinni hálfleiks eftir að varnarmenn WBA sofnuðu á verðinum eftir langa og að því virtist hættulitla sendingu frá Kevin Foley.  Fletcher lagði síðan upp annað fyrir Adlène Guedioura á 28. mínútu.

Peter Odemwingie minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 54. mínútu eða sjö mínútum eftir að Wolves komst í 3-0. Jerome Thomas fiskaði vítið. Odemwingie varð þarna fyrsti leikmaður WBA í 40 ár sem skorar í fimm leikjum í röð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×