Umfjöllun: Óskar Örn tryggði KR jafntefli í blálokin Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2011 18:15 Óskar Örn Hauksson. Mynd/Vilhelm Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira
Óskar Örn Hauksson tryggði KR 1-1 jafntefli á móti Keflavík á KR-vellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmarkið á 90. mínútu leiksins. KR-ingar áttu stigið skilið en markið í lokin kom eftir mikla pressu að marki Keflavíkur. Hilmar Geir Eiðsson kom Keflavík yfir á 61. mínútu eftir sendingu frá Guðmundi Steinarssyni en Keflvíkurliðið bakkaði mikið eftir að þeir komust yfir. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin þurftu greinilega smá tíma til að fóta sig. KR-ingar virkuðu samt sem áður ákveðnari og eftir um fimmtán mínútna leik fengu heimamenn fyrsta færi leiksins. Kjartan Henry Finnbogason slapp einn í gegn eftir virkilega fína stungusendingu frá Baldri Sigurðssyni, en Kjartan skaut naumlega framhjá. Nokkrum mínútum síðar vildi KR-ingar fá dæmda vítaspyrnu þegar Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga, virtist keyra niður Guðmund Reyni Gunnarsson, leikmann KR, innan vítateigs. Mjög umdeilt atvik, en Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, var viss í sinni sök og dæmdi einungis hornspyrnu. Eftir hálftíma leik fengu gestirnir fyrsta færið sitt í leiknum, en það var af dýrari gerðinni. Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflvíkinga, fékk boltann í lappirnar eftir skrautlegt skógarhlaup frá Hannesi Halldórssyni, markverði KR, en skot hans fór rétt yfir. Strax í kjölfarið geystust KR-ingar í sókn, Óskar Örn Hauksson spólaði sig í gegnum vörn Keflvíkinga, og náði fínu skoti að markinu sem Ómar Jóhannsson varði vel. Staðan var því 0-0 í hálfleik og útlit fyrir fjörugri síðari hálfleik. Síðar hálfleikurinn hófst rétt eins og sá fyrri og liðin lengi í gang. Keflvíkingar hresstust við þegar leið á síðari hálfleikinn og eftir um korters leik þá kom fyrsta mark leiksins. Hilmar Geir Eiðsson skoraði virkilega laglegt mark eftir frábæra stungusendingu frá Guðmundi Steinarssyni. Eftir mark Keflvíkinga fóru heimamenn í KR í gang og allt annað að sjá spilamennsku liðsins. Það ætlaði samt sem áður að reynast erfitt fyrir KR-inga að jafna metinn en tíu mínútum fyrir lok leiksins komst Guðjón Baldvinsson í algjört dauðafæri. Guðjón fékk boltann rétt fyrir framan mark Keflvíkinga, en náði ekki nægilega góðu skoti á markið og Ómar Jóhannesson varði vel í marki Keflvíkinga. Það var síðan á 90.mínútu leiksins þegar KR-ingar náðu loksins að skora og jafna leikinn. Þar var að verki óskar örn Hauksson sem kom boltanum framhjá Ómari í markinu eftir laglegt skot með hægri fæti. Keflvíkingar voru alls ekki sáttir við Gunnar Jarl ,dómara leiksins, en leikmaður liðsins lá óvígur eftir inn í vítateignum þegar jöfnunarmark KR kom. Keflvíkingar vildu síðan fá vítaspyrnu í restina þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, var sloppinn einn í gegn og Grétar Sigfinnur Sigurðarsson, leikmaður KR, náði að tækla leikmanninn niður. KR-ingar vildu meina að hann hafi aðeins tekið boltann og Keflvíkingar vildu fá dæmda vítaspyrnu. Umdeilt atvik undir lok leiksins, en jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða. KR 1 – 1 Keflavík - tölfræðin í leiknum0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) Áhorfendur: óuppgefið Dómari: Gunnar Jarl Jónsson - 6 Skot (á mark): 9 - 4 (5-1) Varin skot: Hannes 0– 4 Ómar Horn: 6 – 1 Aukaspyrnur fengnar: 14 – 7 Rangstöður: 1- 1KR (4-3-3) Hannes Þór Halldórsson 6 Magnús Már Lúðvíksson 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 5 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 7 * maður leiksins Kjartan Henry Finnbogason 6 Guðjón Baldvinsson 6Keflavík (4-5-1): Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Antoníusson 6 Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86. Grétar Ólafur Hjartarson - ) Andri Steinn Birgisson 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðmundsson 5 (76. Magnús Sverrir Þorsteinsson - ) Magnús Þórir Matthíasson 6 Guðmundur Steinarsson 7 (88. Bojan Stefán Ljubicic - )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Sjá meira