Rússneska félagið Anzhi hefur staðfest að það sé við það að ganga frá samningum við sóknarmanninn Samuel Eto'o frá Kamerún.
Eto'o er á mála hjá Inter en samkvæmt fjölmiðlum ytra mun félagið fá um 20-30 milljónir evra fyrir kappann.
Sjálfur fengi svo Eto'o um 20 milljónir evra á ári í laun og yrði þar með launahæsti knattspyrnumaður heims. Talið er að Eto'o muni skrifa undir þriggja ára samning við Anzhi.
„Það er stutt í að við göngum frá þessu,“ sagði German Tkachenko, talsmaður Anzhi, við ANSA-fréttastofuna. „Það gæti verið að þetta verði klárað í dag, á morgun eða í næstu viku.“
Eto'o hefur þrívegis fagnað sigri í Meistaradeild Evrópu og orðið meistari bæði á Spáni og Ítalíu. Hann skoraði 37 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Massimo Moratti, forseti Inter, hefur látið hafa eftir sér að hann verði að taka tilboð Anzhi til greina og það sé erfitt fyrir félagið að hafna því. Knattspyrnusamband Evrópu mun á næstu árum setja takmarkanir á rekstur knattspyrnfélaga og því gætu tekjur af sölu Eto'o reynst dýrmætar fyrir Inter.
Eto'o við það að semja við Anzhi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
