Enski boltinn

Shaun Wright-Phillips á leiðinni á láni til Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaun Wright-Phillips hefur gert lítið annað en að æfa í vetur.
Shaun Wright-Phillips hefur gert lítið annað en að æfa í vetur. Mynd/AFP
Shaun Wright-Phillips er líklega á leiðinni til Fulham frá Manchester City en félögin eru að reyna að semja um sex mánaða lánsamning. Wright-Phillips myndi hitta fyrir Mark Hughes hjá Fulham en Hughes var áður stjóri hans hjá bæði Blackburn og Manchester City.

Manchester City hefur mestan áhuga á því að reyna að selja leikmanninn og vill fá fjórar milljónir punda fyrir hann. Fulham sækist hinsvegar eftir því að fá hann fyrst á láni með það í huga að kaupa hann í sumar ef hann stendur sig vel.

Launmál Wright-Phillips gætu orðið vandamál en hann er að fá 60 þúsund pund í vikulaun hjá City eða rúmlega 11 milljónir íslenskra króna. Fulham vill ekki borga honum meira en 45 þúsund pund í vikulaun en City gæti hugsanlega borgað einhvern hluta af laununum.

Shaun Wright-Phillips hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildardeildarleikjum á þessu tímabili og er því bara búinn að spila í 126 mínútur. Hann vill því ólmur fá að spila á ný og Hughes hefur gefið honum ófá tækifærin hingað til á ferli hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×