Ferguson: Aldrei liðið verr en fyrir leikinn gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 16:45 Ferguson, fyrir miðju, á góðri stundu ásamt Kenny Miller og Alan Hutton. Nordic Photos / AFP Barry Ferguson hefur rifjað upp frægt atvik sem átti sér stað fyrir leik Skotlands og Íslands á Hampen Park þann 1. apríl árið 2009. Ferguson var þá landsliðsfyrirliði Skota en var settur á bekkinn fyrir leikinn þar sem hann hafði brotið agareglur liðsins nokkrum dögum áður. Ferguson svaraði fyrir sig með því að gefa svokallað V-merki um leið og vallarþulur las upp nafn hans. Merkið, sem myndað er með vísifingri og löngutöng, má túlka sem skilaboð um að „fara til fjandans". Skoskir fjölmiðlar gerðu mikið úr atvikinu næsta dag og Ferguson spilaði aldrei með landsliðinu aftur. Hann var settur í tveggja vikna launalaust leyfi hjá félagi sínu, Glasgow Rangers, en hann spilar í dag með Blackpool. Hann segir þó rangt að merkinu hafi verið beint að stuðningsmönnum skoska landsliðsins. Hann segir að því hafi verið beint að ákveðnum aðilum innan skoska knattspyrnusambandsins. „Það fer í taugarnar mér þegar fólk segir að þessu hafi verið beint gegn stuðningsmönnunum. Þetta voru viðbrögð mín við því sem hafði gerst nokkrum dögum áður, eftir landsleik í Hollandi. Daginn eftir leik komum við aftur til Skotlands og fengum okkur nokkra drykki." „Ég hefði sem fyrirliði frekar átt að fá strákana til að segja þetta gott og að koma sér aftur í rúmið. En þetta eru fullorðnir menn og geta tekið eigin ákvarðanir. En ég var ekki ánægður með hvernig tekið var á málinu innan skoska knattspyrnusambandsins." „Um leið og ég gerði þetta vissi ég að ég væri búinn að koma mér í vandræði. Ég hef horft sjálfan mig í speglunum í mörg hundruð skipti og velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég hagaði mér á þennan máta." Ferguson, sem í dag spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, var ekki valinn í landsliðið eftir atvikið. „Ég hef aldrei verið stoltari á mínum ferli en þegar ég var annars fyrirliði Rangers og hins vegar fyrirliði skoska landsliðsins. En mér hefur aldrei liðið verr á ferlinum og á þessu augnabliki," segir Ferguson. Craig Levain, núverandi landsliðsþjálfari Skota, hafði samband við Ferguson þegar hann tók við starfinu fyrir yfirstandandi undankeppni. Hann bað Ferguson um að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Ferguson, sem spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, segist hafa velt því fyrir sér en að lokum neitað boðinu. „Craig hefur úr góðum hópi ungra leikmanna að velja. Ég held að ákvörðun mín að hætta hafi verið rétt og hjálpi til við uppbyggingu skoska landsliðsins," segir Ferguson. Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Barry Ferguson hefur rifjað upp frægt atvik sem átti sér stað fyrir leik Skotlands og Íslands á Hampen Park þann 1. apríl árið 2009. Ferguson var þá landsliðsfyrirliði Skota en var settur á bekkinn fyrir leikinn þar sem hann hafði brotið agareglur liðsins nokkrum dögum áður. Ferguson svaraði fyrir sig með því að gefa svokallað V-merki um leið og vallarþulur las upp nafn hans. Merkið, sem myndað er með vísifingri og löngutöng, má túlka sem skilaboð um að „fara til fjandans". Skoskir fjölmiðlar gerðu mikið úr atvikinu næsta dag og Ferguson spilaði aldrei með landsliðinu aftur. Hann var settur í tveggja vikna launalaust leyfi hjá félagi sínu, Glasgow Rangers, en hann spilar í dag með Blackpool. Hann segir þó rangt að merkinu hafi verið beint að stuðningsmönnum skoska landsliðsins. Hann segir að því hafi verið beint að ákveðnum aðilum innan skoska knattspyrnusambandsins. „Það fer í taugarnar mér þegar fólk segir að þessu hafi verið beint gegn stuðningsmönnunum. Þetta voru viðbrögð mín við því sem hafði gerst nokkrum dögum áður, eftir landsleik í Hollandi. Daginn eftir leik komum við aftur til Skotlands og fengum okkur nokkra drykki." „Ég hefði sem fyrirliði frekar átt að fá strákana til að segja þetta gott og að koma sér aftur í rúmið. En þetta eru fullorðnir menn og geta tekið eigin ákvarðanir. En ég var ekki ánægður með hvernig tekið var á málinu innan skoska knattspyrnusambandsins." „Um leið og ég gerði þetta vissi ég að ég væri búinn að koma mér í vandræði. Ég hef horft sjálfan mig í speglunum í mörg hundruð skipti og velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég hagaði mér á þennan máta." Ferguson, sem í dag spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, var ekki valinn í landsliðið eftir atvikið. „Ég hef aldrei verið stoltari á mínum ferli en þegar ég var annars fyrirliði Rangers og hins vegar fyrirliði skoska landsliðsins. En mér hefur aldrei liðið verr á ferlinum og á þessu augnabliki," segir Ferguson. Craig Levain, núverandi landsliðsþjálfari Skota, hafði samband við Ferguson þegar hann tók við starfinu fyrir yfirstandandi undankeppni. Hann bað Ferguson um að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Ferguson, sem spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, segist hafa velt því fyrir sér en að lokum neitað boðinu. „Craig hefur úr góðum hópi ungra leikmanna að velja. Ég held að ákvörðun mín að hætta hafi verið rétt og hjálpi til við uppbyggingu skoska landsliðsins," segir Ferguson.
Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira