Ferguson: Aldrei liðið verr en fyrir leikinn gegn Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 16:45 Ferguson, fyrir miðju, á góðri stundu ásamt Kenny Miller og Alan Hutton. Nordic Photos / AFP Barry Ferguson hefur rifjað upp frægt atvik sem átti sér stað fyrir leik Skotlands og Íslands á Hampen Park þann 1. apríl árið 2009. Ferguson var þá landsliðsfyrirliði Skota en var settur á bekkinn fyrir leikinn þar sem hann hafði brotið agareglur liðsins nokkrum dögum áður. Ferguson svaraði fyrir sig með því að gefa svokallað V-merki um leið og vallarþulur las upp nafn hans. Merkið, sem myndað er með vísifingri og löngutöng, má túlka sem skilaboð um að „fara til fjandans". Skoskir fjölmiðlar gerðu mikið úr atvikinu næsta dag og Ferguson spilaði aldrei með landsliðinu aftur. Hann var settur í tveggja vikna launalaust leyfi hjá félagi sínu, Glasgow Rangers, en hann spilar í dag með Blackpool. Hann segir þó rangt að merkinu hafi verið beint að stuðningsmönnum skoska landsliðsins. Hann segir að því hafi verið beint að ákveðnum aðilum innan skoska knattspyrnusambandsins. „Það fer í taugarnar mér þegar fólk segir að þessu hafi verið beint gegn stuðningsmönnunum. Þetta voru viðbrögð mín við því sem hafði gerst nokkrum dögum áður, eftir landsleik í Hollandi. Daginn eftir leik komum við aftur til Skotlands og fengum okkur nokkra drykki." „Ég hefði sem fyrirliði frekar átt að fá strákana til að segja þetta gott og að koma sér aftur í rúmið. En þetta eru fullorðnir menn og geta tekið eigin ákvarðanir. En ég var ekki ánægður með hvernig tekið var á málinu innan skoska knattspyrnusambandsins." „Um leið og ég gerði þetta vissi ég að ég væri búinn að koma mér í vandræði. Ég hef horft sjálfan mig í speglunum í mörg hundruð skipti og velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég hagaði mér á þennan máta." Ferguson, sem í dag spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, var ekki valinn í landsliðið eftir atvikið. „Ég hef aldrei verið stoltari á mínum ferli en þegar ég var annars fyrirliði Rangers og hins vegar fyrirliði skoska landsliðsins. En mér hefur aldrei liðið verr á ferlinum og á þessu augnabliki," segir Ferguson. Craig Levain, núverandi landsliðsþjálfari Skota, hafði samband við Ferguson þegar hann tók við starfinu fyrir yfirstandandi undankeppni. Hann bað Ferguson um að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Ferguson, sem spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, segist hafa velt því fyrir sér en að lokum neitað boðinu. „Craig hefur úr góðum hópi ungra leikmanna að velja. Ég held að ákvörðun mín að hætta hafi verið rétt og hjálpi til við uppbyggingu skoska landsliðsins," segir Ferguson. Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Barry Ferguson hefur rifjað upp frægt atvik sem átti sér stað fyrir leik Skotlands og Íslands á Hampen Park þann 1. apríl árið 2009. Ferguson var þá landsliðsfyrirliði Skota en var settur á bekkinn fyrir leikinn þar sem hann hafði brotið agareglur liðsins nokkrum dögum áður. Ferguson svaraði fyrir sig með því að gefa svokallað V-merki um leið og vallarþulur las upp nafn hans. Merkið, sem myndað er með vísifingri og löngutöng, má túlka sem skilaboð um að „fara til fjandans". Skoskir fjölmiðlar gerðu mikið úr atvikinu næsta dag og Ferguson spilaði aldrei með landsliðinu aftur. Hann var settur í tveggja vikna launalaust leyfi hjá félagi sínu, Glasgow Rangers, en hann spilar í dag með Blackpool. Hann segir þó rangt að merkinu hafi verið beint að stuðningsmönnum skoska landsliðsins. Hann segir að því hafi verið beint að ákveðnum aðilum innan skoska knattspyrnusambandsins. „Það fer í taugarnar mér þegar fólk segir að þessu hafi verið beint gegn stuðningsmönnunum. Þetta voru viðbrögð mín við því sem hafði gerst nokkrum dögum áður, eftir landsleik í Hollandi. Daginn eftir leik komum við aftur til Skotlands og fengum okkur nokkra drykki." „Ég hefði sem fyrirliði frekar átt að fá strákana til að segja þetta gott og að koma sér aftur í rúmið. En þetta eru fullorðnir menn og geta tekið eigin ákvarðanir. En ég var ekki ánægður með hvernig tekið var á málinu innan skoska knattspyrnusambandsins." „Um leið og ég gerði þetta vissi ég að ég væri búinn að koma mér í vandræði. Ég hef horft sjálfan mig í speglunum í mörg hundruð skipti og velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum ég hagaði mér á þennan máta." Ferguson, sem í dag spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, var ekki valinn í landsliðið eftir atvikið. „Ég hef aldrei verið stoltari á mínum ferli en þegar ég var annars fyrirliði Rangers og hins vegar fyrirliði skoska landsliðsins. En mér hefur aldrei liðið verr á ferlinum og á þessu augnabliki," segir Ferguson. Craig Levain, núverandi landsliðsþjálfari Skota, hafði samband við Ferguson þegar hann tók við starfinu fyrir yfirstandandi undankeppni. Hann bað Ferguson um að gefa kost á sér í landsliðið á nýjan leik. Ferguson, sem spilar undir stjórn Ian Holloway hjá Blackpool, segist hafa velt því fyrir sér en að lokum neitað boðinu. „Craig hefur úr góðum hópi ungra leikmanna að velja. Ég held að ákvörðun mín að hætta hafi verið rétt og hjálpi til við uppbyggingu skoska landsliðsins," segir Ferguson.
Fótbolti Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti