Íslenski boltinn

Ian Jeffs gerði þriggja ára samning við ÍBV

Eiríkur Stefán ÁSgeirsson skrifar
Jeffs í leik með ÍBV í sumar.
Jeffs í leik með ÍBV í sumar. Mynd/HAG
Ian Jeffs gerði í dag nýjan þriggja ára samning við ÍBV en hann var lykilmaður í liði Eyjamanna í Pepsi-deildinni í sumar.

Alls skoraði hann sex mörk í nítján leikjum deildinni í sumar og var næstmarkahæsti leikmaður liðsins. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag.

Jeffs kom fyrst til Íslands árið 2003 og lék fyrstu fjögur tímabilin með ÍBV. Hann fór þaðan til Fylkis þar sem hann spilaði í eitt ár en lék svo með Valsmönnum í tvö ár, áður en hann gekk aftur í raðir ÍBV fyrir tímabilið í sumar.

Alls á hann að baki 155 leiki í deild og bikar hér á landi en hann er uppalinn hjá Crewe í Englandi. Hann spilaði einnig til skamms tíma með Örebro í Svíþjóð. Jeffs er á 29. aldursári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×