Enski boltinn

Darren Bent á leið til Aston Villa fyrir 18 milljónir punda?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent fagnar hér einu marka sinna á tímabilinu.
Darren Bent fagnar hér einu marka sinna á tímabilinu. Mynd/AFP
Guardian segir frá því að Steve Bruce, stjóri Sunderland og stjórnarformaðurinn Niall Quinn hafi samþykkt 18 milljóna tilboð Aston Villa í framherjann Darren Bent. Upphæðin gæti á endanum farið allt upp í 24 milljónir punda sem myndi vera hæsta upphæð sem Aston Villa hefur greitt fyrir leikmann.

Darren Bent er farinn til Birmingham til þess að ræða málin við Gérard Houllier, stjóra Aston Villa en Villa er í fjórða neðsta sæti deildarinnar og hefur dregist niður í harða fallbaráttu eftir að Frakkinn tók við liðinu.

Bent hefur skorað 36 mörk í 62 leikjum síðan að hann kom til Sunderland frá Tottenham fyrir tíu milljónir punda árið 2009. Hann er búinn að skora ellefu mörk á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×