3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana 11. febrúar 2011 18:48 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður. Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður.
Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09
Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59
Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00
Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45
Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53