3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana 11. febrúar 2011 18:48 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður. Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld. Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag. En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár. Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður.
Tengdar fréttir Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09 Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59 Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00 Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45 Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið. 11. febrúar 2011 12:09
Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma. 11. febrúar 2011 16:59
Synjun umhverfisráðherra ógilt Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði. 11. febrúar 2011 04:00
Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 11. febrúar 2011 14:45
Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá. 11. febrúar 2011 18:53