Innlent

Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.
Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið.

Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Flóahrepps segir dóm Hæstaréttar í gær sýna að ráðherra geti ekki tekið geðþóttaákvarðanir heldur verði að byggja á faglegum sjónarmiðum.

"Þetta var pólitísk ákvörðun sem var tekin hreinlega vegna þess að ráðherra var á móti virkjun," segir Margrét. "En eins og við höfum svo margoft bent á þá er Flóahreppur ekki að fara að virkja. Þetta snerist fyrst og fremst um skipulagsmál og það að sveitarfélög megi hafa sitt skipulagsvald í friði," segir sveitarstjórinn.

Flóahreppur samþykkti aðalskipulagið í desember árið 2008 og hefur nú í meira en tvö ár beðið staðfestingar ráðherra. Á meðan hafa framkvæmdir legið í láginni. Sveitarstjórinn segir að án aðalskipulags sé ekkert hægt að gera.

"Það er ekki hægt að deiliskipuleggja. Það er ekki hægt að byggja við hús. Byggja útihús. Það er í raun ekkert hægt að gera. Þetta bindur hendur fólks og það dregur úr vilja fólks til að gera eitthvað," og segir Margrét að svona hafi ástandið verið í hreppnum í tvö ár.

Hún segir að nú verði skoðað hvort Flóahreppur fari fram á skaðabætur frá ráðherra.

"Það er búið að skapa okkur tjón. Þetta er búið að taka langan tíma. Þetta er búið að kosta peninga, bæði fyrir sveitarfélagið og fyrir ríkið. Og þessum peningum og þessum tíma var illa varið, að mínu mati, " segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.




Tengdar fréttir

Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×