Innlent

3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld.

Sjö ár eru frá því Skipulagsstofnun og þáverandi umhverfisráðherra féllust á virkjanirnar þrjár, Urriðafoss-, Holts- og Hvammsvirkjanir. Dómur Hæstaréttar í gær fjallaði eingöngu um Urriðafossvirkjun og aðalskipulag Flóahrepps og lýsti Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra því yfir í gærkvöldi að hún myndi staðfesta það skipulag.

En málið snertir einnig annað sveitarfélag, Skeiða- og Gnúpverjahrepp, sem brást við dómi Hæstaréttar þegar í gær með því að óska eftir staðfestingu umhverfisráðherra á skipulagi Holta- og Hvammsvirkjana, sem legið hefur óstaðfest í tvö og hálft ár.

Landsvirkjun upplýsti fyrir ári að fyrirtækið hefði lagt 3,7 milljarða króna í undirbúnings- og hönnunarvinnu þessara þriggja virkjana. Ekki er líklegt að sú fjárfesting nýtist á næstunni miðað við svör sem forstjóri fyrirtæksins, Hörður Arnarson, gaf fyrir mánuði þegar hann sagðist ekki ætla í boranir í Gjástykki: „Enda er það yfirlýst stefna okkar að vinna í sátt við stjórnvöld," sagði Hörður.












Tengdar fréttir

Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi

Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið.

Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags

Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma.

Synjun umhverfisráðherra ógilt

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavars­dóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði.

Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×