Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja stórlið Real Madrid heim í Meistaradeildinni annað kvöld. Goðsögnin Johan Cruyff segir að Ajax geti vel strítt spænska risanum.
Liðin mættust einnig í fyrra og þá hafði Madrid mikla yfirburði og vann sannfærandi 2-0 sigur.
"Venjulega á Ajax að lenda í miklum vandræðum í Madrid. Aftur á móti er formið á liði Real Madrid þannig að allt er hægt. Það hefur verið óstöðugleiki í þeirra leik og allir sjá að það fer í taugarnar á þeim," sagði Cruyff.
"Ajax þarf samt að vera mjög skipulagt. Ég sé vel fyrir mér að liðið fái einhver færi. Miðverðir Madrid eru góðir í að dekka en staðsetningarnar eru ekki alltaf góðar. Það er þeirra akkilesarhæll og Ajax gæti nýtt sér það."
Cruyff: Ajax getur strítt Real Madrid
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn


Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum
Enski boltinn

Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst
Fótbolti




Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn
Körfubolti