Erlent

Komu hreyfiskynjurum fyrir í líkfrystum

Líkhús. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Líkhús. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Líkhús í Tyrklandi hefur komið fyrir hreifiskynjara í líkfrystum ef svo sérkennilega vildi til að eitthvert líkið risi upp frá dauðum.

Samkvæmt tyrknesku fréttastofunni Anatolia, þá fara sírenur af stað ef tækið skynjar hreyfingu í frystinum þar sem líkin eru geymd.

Hreyfiskynjararnir eru afar næmir og því ættu þeir að nema minnstu hreyfingu.

Það er ekki einsdæmi að fólk, sem hefur verið úrskurðað látið, hafi vaknað óvænt til lífsins nokkru síðar. Því vilja forsvarsmenn líkhússsins tryggja öryggi þeirra sem dvelja í frystunum með þessum hætti.

Kælirinn getur geymt allt að 36 lík í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×