Fótbolti

Lampard hrósaði Wilshere

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lampard með fyrirliðabandið í kvöld.
Lampard með fyrirliðabandið í kvöld.

Frank Lampard bar fyrirliðabandið hjá Englandi í fyrsta skipti á ferlinum í kvöld er England sótti Dani heim á Parken. England vann leikinn, 1-2.

Bæði Rio Ferdinand og Steven Gerrard eru meiddir og þess vegna fékk Lampard tækifæri til þess að bera armbandið.

Lampard var stoltur og ánægður að hafa fengið sigur í sínum fyrsta leik sem fyrirliði.

"Ég var virkilega stoltur. Þetta var virkilega merkilegur viðburður fyrir mig persónulega. Það hefur tekið marga leiki að fá að bera armbandið," sagði Lampard sem var að spila sinn 84 landsleik.

"Strákarnir sem voru að koma inn í liðið stóðu sig virkilega vel. Wilshere var flottur í fyrri hálfleik og Young kom inn og skoraði gott mark," sagði Lampard og hrósaði Wilshere meira.

"Ég átti ekki von á öðru frá honum. Hann hefur verið að spila frábærlega miðað við strák á hans aldri. Ég hrósa honum fyrir þennan leik því það er ekki auðvelt að spila heilan leik þegar maður byrjar með landsliðinu. Hann á aðeins eftir að verða betri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×