Enski boltinn

Lucas óttast það að hann sé með slitið krossband - áfall fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas.
Lucas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lucas Leiva hefur átt frábært tímabil með Liverpool-liðinu til þessa en það gæti verið á enda eftir að hann meiddist á hné í deildarbikarleik á móti Chelsea á þriðjudagskvöldið.

Lucas Leiva meiddist rétt fyrir leikslok eftir að hafa lent í samstuði við

Ryan Bertrand hjá Chelsea. Lucas fer ekki í myndatöku fyrr en í gær en óttast sjálfur það versta og að hann sé með slitið krossband.

Sé það rétt er tímabilið hans búið en miðað er við að það taki leikmenn sex mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit.

Kenny Dalglish hefur treyst á Lucas Leiva sem hefur orðið ómissandi á miðju Liverpool-liðsins og vaxið og dafnað í tíð Dalglish.

Steven Gerrard er meiddur á ökkla og því mun Dalglish þurfa að treysta á þá Charlie Adam, Jordan Henderson og Jay Spearing til að sinna miðjustöðunum auk þess að stjórinn hefur kallað á hinn 19 ára Jonjo Shelvey úr láni frá

Blackpool.

Jonjo Shelvey skoraði sex mörk í níu deildarleikjum með Blackpool þar á meðal þrennu í 5-0 sigri á Leeds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×