Enski boltinn

Man. City borgaði umboðsmönnum 1823 milljónir á síðasta tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli og Sergio Aguero.
Mario Balotelli og Sergio Aguero. Mynd/Nordic Photos/Getty
Umboðsmenn leikmanna í ensku úrvalsdeildinni geta ekki kvartað mikið yfir kreppunni ef marka má nýjar tölur yfir það sem liðin í deildinni borguðu þeim í þóknun á síðasta tímabili.

Ensku úrvalsdeildarliðin borguðu samtals 71,8 milljónir punda í umboðslaun frá 1. október 2010 til 30. september 2011 en það gera um 13,5 milljarða íslenskra króna. Fyrir ári síðan eyddu liðin 70,7 milljónum punda og upphæðin er því að hækka milli ára.

Enginn borgaði meira til umboðsmanna en Manchester City eða 9.7 milljónir punda sem gera 1823 milljónir íslenskra króna. Tottenham kom í öðru sæti með 7,6 milljónir punda (1428 milljónir ísl.) og í þriðja sætinu var síðan Liverpool með 7,0 milljónir punda (1315 milljónir ísl.)

Nýliðar Swansea (248 þúsund pund) and Norwich (710 þúsund pund) eyddu minnst í umboðslaun á þessu tímabili.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×