Enski boltinn

Wales ætlar að bíða með að finna eftirmann Gary Speed

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Speed.
Gary Speed. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stjórn velska knattspyrnusambandsins ætlar ekki að byrja að leita að eftirmanni Gary Speed fyrr en á næsta ári af virðingu við fjölskyldu hans en mikil sorg hefur verið í Bretlandi síðan að Speed svipti sig lífi á sunnudagsmorguninn.

Stjórnin hittist í dag en ætlar ekki að taka fyrir hver ætti að vera eftirmaður Gary Speed. Speed var aðeins búinn að þjálfa velska landsliðið í tæpt ár en undir hans stjórn var velska landsliðið komið á mikla siglingu og búið að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum.

„Við munum ekki ræða það hver tekur við af Gary fyrr en að jarðaförinni er lokið og einhver tími er liðinn. Jólin eru á næsta leyti og það má búast við að við tökum þetta ekki fyrir fyrr en í byrjun næsta árs," hefur Guardian eftir hásettum manni innan stjórnarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×