Íslenski boltinn

Gunnleifur: Hefðum unnið tveimur eða þremur færri

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Stefán
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Vals lét verk fyrir brjóstið ekki trufla sig og átti góðan dag í marki FH enda nóg að gera þó FH hafi verið betri aðilinn eftir að missa leikmann af velli snemma í seinni hálfleik.

„Það var nóg að gera á móti góðu Valsliðið. Þeir eru með ákveðna taktík sem þeir gera vel en varnarleikurinn okkar í seinni hálfleik var frábær. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við vorum seinir og ætluðum að lulla okkur í gegnum þetta. En það er kredit á allt liðið fyrir frábæra vinnusemi og vilja til að vinna leikinn,“ sagði Gunnleifur eftir leikinn en FH fór ekki í gang fyrr en liðið missti Pétur af leikvelli á 56. mínútu.

„Pétur Viðarsson fórnaði sér fyrir okkur. Hann sparkaði okkur inn í leikinn eins og honum einum er lagið. Hann vildi kveikja í okkur og hann gerði að svona og við nýttum okkur það. Við bitum í skjaldarendur og keyrðum þetta heim.“

„Við vildum vinna leikinn og hefðum sótt sigur þó við hefðum verið tveimur eða þremur færri,“ sagði Gunnleifur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×