Enski boltinn

Pavlyuchenko vill komast frá Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rússinn er ekki sáttur á bekknum.
Rússinn er ekki sáttur á bekknum.

Rússinn Roman Pavlyuchenko er ekki ánægður með lífið á bekknum hjá Tottenham og vill komast frá félaginu í sumar.

Hinn 29 ára gamli Rússi hefur jafnað sig af meiðslum og þó svo Robbie Keane sé farinn er hann ekki að fá tækifæri.

"Þetta lítur þannig út fyrir mér að það skiptir engu máli hvað ég geri. Stjórinn treystir mér ekki og það skiptir engu þó svo ég spili vel. Það mun ekkert breyta skoðun hans á mér," sagði Pavlyuchenko grimmur en haldi hann áfram að hrauna yfir Harry Redknapp mun hann líklega fá að yfirgefa félagið fyrr en hann ætlaði sér.

"Ég mun aldrei framlengja samning minn við félagið en hann rennur út eftir næsta tímabil. Þess vegna vonast ég til að komast frá félaginu næsta sumar. Ég hef fengið nóg af bekkjarsetunni. Ég fæ engin tækifæri hérna lengur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×