Enski boltinn

Walker og Stockdale í enska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyle Walker.
Kyle Walker.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Danmörku í næstu viku. Tveir nýliðar eru í enska hópnum að þessu sinni.

Það eru þeir Kyle Walker og David Stockdale. Walker hefur spilað vel með Aston Villa og Stockdale varði mark Fulham með sóma í fjarveru Mark Schwarzer.

Michael Dawson, Scott Parker, Leighton Baines og Stewart Downing snúa einnig aftur í liðið.

Rio Ferdinand er ekki í hópnum þar sem hann meiddist í upphitun gegn Úlfunum í gær. Steven Gerrard verður því áfram fyrirliði.

Enski hópurinn:

Foster, Hart, Stockdale; Baines, Cahill, A Cole, Dawson, Johnson, Lescott, Terry, Walker; Barry, Downing, Gerrard, Lampard, Milner, Parker, Walcott, Wilshere, Young; Agbonlahor, Bent, Crouch, Defoe, Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×