Enski boltinn

Spilar Carroll ekki með Liverpool á tímabilinu?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sá orðrómur er orðinn nokkuð hávær að svo gæti farið að Andy Carroll mun ekki sparka í bolta í búningi Liverpool á þessari leiktíð. Þessi 22 ára enski sóknarmaður var keyptur til Liverpool frá Newcastle í síðustu viku og kostaði litlar 35 milljónir punda.

Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan í lok desember og sérfræðingar sem hafa skoðað meiðsli hans segja að hann gæti verið frá í tvo og hálfan mánuð til viðbótar.

Liverpool hefur gefið út að það sé stutt í Carroll en samkvæmt heimildum Mirror myndi félagið taka mikla áhættu með því að láta hann byrja of snemma að æfa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×