Reyna að bregðast við áhlaupi á bankakerfið 6. febrúar 2011 12:11 Frá mótmælunum í Egyptalandi. Mynd/AFP Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina. Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira
Viðræður hefjast milli stjórnarandstöðuafla og varaforseta Egyptalands í dag. Ástandið í landinu er viðkvæmt, en Seðlabanki landsins hefur dælt hátt í hundrað milljörðum í banka landsins til að bregðast við áhlaupi á bankakerfið. Þrettándi dagur mótmæla í Kaíró og öðrum stórborgum Egyptalands er risinn, og enn er þess krafist að Hosni Mubarak, forseti landsins, fari frá völdum. Hann situr enn sem fastast, en ýmsir hátt settir leiðtogar stjórnmálaflokks forsetans sögðu af sér í gær, þeirra á meðal sonur Mubaraks og ýmsir ráðgjafar hans. Eftir það lýsti Bræðralag múslima sig reiðubúið að setjast til viðræðna við varaforseta landsins, en það er stærsta stjórnarandstöðuafl landsins og er skipað íslamistum. Bræðralagið hafði áður neitað að eiga nein samskipti við yfirvöld fyrr en Mubarak væri farinn frá völdum. Þeir hafa þó lýst því yfir að þeir muni hvergi hvika frá kröfum sínum þar um. Búist er við að fundir þeirra hefjist þegar í dag, en ýmsir mennta- og kaupsýslumenn koma einnig að viðræðunum. Egypskt yfirvöld reyna nú að koma aftur á reglu í landinu og vonast til að fólk taki að snúa aftur til vinnu, þótt fátt bendi til þess að mótmælendur séu að gefast upp eins og staðan er núna. Hagkerfi landsins er lamað, en bankar opnuðu þar í dag í fyrsta skipti í um viku. Seðlabanki landsins lagði þeim til lausafé að andvirði tæplega 100 milljarða króna til að mæta áhlaupi sem búist var við, en hundruð egypta biðu í röðum til að taka út sparifé sitt að því er Bloomberg fréttaveitan greinir frá. Egypska pundið féll um leið, og hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í sex ár. Þá hefur ávöxtunarkrafa á egypsk skuldabréf hækkað og gæti farið upp í allt að þrjátíu prósent, en hlutabréfamarkaðir eru enn lokaðir eftir að aðalvísitala landsins féll um 16 prósent í vikunni sem mótmælin hófust. Þá er tekið að bera á vöruskorti og hækkun vöruverðs, þó það sé litið jákvæðum augum að umferð virðist vera að færast í eðlilegt horf. Áfram verður mótmælt á Tahrir torgi í dag, en þar hefur miðstöð mótmælanna verið. Þar verður kristileg messa haldin síðdegis, en múslimar í hópi mótmælenda hafa heitið því að mynda hring umhverfis kristnu mótmælendurna til að verja þá á meðan. Engar fregnir hafa borist af verulegum ófrið eða átökum um helgina.
Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Sjá meira