Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2011 07:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Mynd/Daníel Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu. „Þetta eru enn sömu blaðamennirnir í Lilleström og þegar ég var sjálfur að spila. Ég þekki þá því mjög vel,“ sagði hann í léttum dúr. „Þeir þekkja auðvitað mjög vel til í félaginu og vildu setja saman lista yfir þá menn sem þeir þóttu líklegastir til að taka við starfinu. Þeim fannst það líka góð leið til að hjálpa félaginu við valið og gefa þeim hugmyndir,“ bætti Rúnar enn fremur við. Rúnar þekkir mjög vel til í Lilleström frá því hann lék með félaginu frá 1997 til 2000. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Torgeir Bjarmann sem var liðsfélagi Rúnars á sínum tíma hjá Lilleström. „Hann er góður vinur minn og við höfum alla tíð haldið góðu sambandi. Við höfum þó ekki rætt þetta á þeim nótum að hann sé að fara að bjóða mér starfið en ég veit til þess að nafn mitt hefur borið á góma,“ sagði hann. „En síðustu tveir þjálfarar sem voru ráðnir til félagsins voru báðir frekar ungir og óreyndir og því ekki ólíklegt að þeir leiti til reyndari manns í þetta skiptið.“ Rúnar samdi nýlega við KR til þriggja ára og setti sér þá ákveðin markmið. „Ég vil standa mig eins vel og ég get og vonandi gæti það leitt til þess að maður kemst til útlanda að þjálfa. Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild en þeirri íslensku og fá möguleika til að spreyta mig á stærra sviði alveg eins og allir knattspyrnumenn sem vilja komast út fyrir landsteinana. Það er eins í þjálfuninni,“ sagði Rúnar en mun þó ekki stökkva á hvað sem er. „Við fjölskyldan fluttum nýlega heim eftir tólf ára dvöl úti og höfum verið að koma okkur fyrir síðustu fjögur árin. Það er því hægara sagt en gert að rífa upp ræturnar aftur og flytja út. Það er þó gaman að vera nefndur til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá KR. Ég hef það voða gott á Íslandi.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu. „Þetta eru enn sömu blaðamennirnir í Lilleström og þegar ég var sjálfur að spila. Ég þekki þá því mjög vel,“ sagði hann í léttum dúr. „Þeir þekkja auðvitað mjög vel til í félaginu og vildu setja saman lista yfir þá menn sem þeir þóttu líklegastir til að taka við starfinu. Þeim fannst það líka góð leið til að hjálpa félaginu við valið og gefa þeim hugmyndir,“ bætti Rúnar enn fremur við. Rúnar þekkir mjög vel til í Lilleström frá því hann lék með félaginu frá 1997 til 2000. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Torgeir Bjarmann sem var liðsfélagi Rúnars á sínum tíma hjá Lilleström. „Hann er góður vinur minn og við höfum alla tíð haldið góðu sambandi. Við höfum þó ekki rætt þetta á þeim nótum að hann sé að fara að bjóða mér starfið en ég veit til þess að nafn mitt hefur borið á góma,“ sagði hann. „En síðustu tveir þjálfarar sem voru ráðnir til félagsins voru báðir frekar ungir og óreyndir og því ekki ólíklegt að þeir leiti til reyndari manns í þetta skiptið.“ Rúnar samdi nýlega við KR til þriggja ára og setti sér þá ákveðin markmið. „Ég vil standa mig eins vel og ég get og vonandi gæti það leitt til þess að maður kemst til útlanda að þjálfa. Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild en þeirri íslensku og fá möguleika til að spreyta mig á stærra sviði alveg eins og allir knattspyrnumenn sem vilja komast út fyrir landsteinana. Það er eins í þjálfuninni,“ sagði Rúnar en mun þó ekki stökkva á hvað sem er. „Við fjölskyldan fluttum nýlega heim eftir tólf ára dvöl úti og höfum verið að koma okkur fyrir síðustu fjögur árin. Það er því hægara sagt en gert að rífa upp ræturnar aftur og flytja út. Það er þó gaman að vera nefndur til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá KR. Ég hef það voða gott á Íslandi.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira