Rúnar: Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. nóvember 2011 07:30 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. Mynd/Daníel Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu. „Þetta eru enn sömu blaðamennirnir í Lilleström og þegar ég var sjálfur að spila. Ég þekki þá því mjög vel,“ sagði hann í léttum dúr. „Þeir þekkja auðvitað mjög vel til í félaginu og vildu setja saman lista yfir þá menn sem þeir þóttu líklegastir til að taka við starfinu. Þeim fannst það líka góð leið til að hjálpa félaginu við valið og gefa þeim hugmyndir,“ bætti Rúnar enn fremur við. Rúnar þekkir mjög vel til í Lilleström frá því hann lék með félaginu frá 1997 til 2000. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Torgeir Bjarmann sem var liðsfélagi Rúnars á sínum tíma hjá Lilleström. „Hann er góður vinur minn og við höfum alla tíð haldið góðu sambandi. Við höfum þó ekki rætt þetta á þeim nótum að hann sé að fara að bjóða mér starfið en ég veit til þess að nafn mitt hefur borið á góma,“ sagði hann. „En síðustu tveir þjálfarar sem voru ráðnir til félagsins voru báðir frekar ungir og óreyndir og því ekki ólíklegt að þeir leiti til reyndari manns í þetta skiptið.“ Rúnar samdi nýlega við KR til þriggja ára og setti sér þá ákveðin markmið. „Ég vil standa mig eins vel og ég get og vonandi gæti það leitt til þess að maður kemst til útlanda að þjálfa. Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild en þeirri íslensku og fá möguleika til að spreyta mig á stærra sviði alveg eins og allir knattspyrnumenn sem vilja komast út fyrir landsteinana. Það er eins í þjálfuninni,“ sagði Rúnar en mun þó ekki stökkva á hvað sem er. „Við fjölskyldan fluttum nýlega heim eftir tólf ára dvöl úti og höfum verið að koma okkur fyrir síðustu fjögur árin. Það er því hægara sagt en gert að rífa upp ræturnar aftur og flytja út. Það er þó gaman að vera nefndur til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá KR. Ég hef það voða gott á Íslandi.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Rúnar Kristinsson er einn þeirra þjálfara sem voru orðaðir við þjálfarastöðuna hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lilleström í fjölmiðlum þar ytra í gær. Reyndar sagði Rúnar að fréttin væri frá blaðamönnunum sjálfum komin en vissi þó að nafn hans væri á blaði hjá félaginu. „Þetta eru enn sömu blaðamennirnir í Lilleström og þegar ég var sjálfur að spila. Ég þekki þá því mjög vel,“ sagði hann í léttum dúr. „Þeir þekkja auðvitað mjög vel til í félaginu og vildu setja saman lista yfir þá menn sem þeir þóttu líklegastir til að taka við starfinu. Þeim fannst það líka góð leið til að hjálpa félaginu við valið og gefa þeim hugmyndir,“ bætti Rúnar enn fremur við. Rúnar þekkir mjög vel til í Lilleström frá því hann lék með félaginu frá 1997 til 2000. Yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er Torgeir Bjarmann sem var liðsfélagi Rúnars á sínum tíma hjá Lilleström. „Hann er góður vinur minn og við höfum alla tíð haldið góðu sambandi. Við höfum þó ekki rætt þetta á þeim nótum að hann sé að fara að bjóða mér starfið en ég veit til þess að nafn mitt hefur borið á góma,“ sagði hann. „En síðustu tveir þjálfarar sem voru ráðnir til félagsins voru báðir frekar ungir og óreyndir og því ekki ólíklegt að þeir leiti til reyndari manns í þetta skiptið.“ Rúnar samdi nýlega við KR til þriggja ára og setti sér þá ákveðin markmið. „Ég vil standa mig eins vel og ég get og vonandi gæti það leitt til þess að maður kemst til útlanda að þjálfa. Ég hef metnað til að þjálfa í sterkari deild en þeirri íslensku og fá möguleika til að spreyta mig á stærra sviði alveg eins og allir knattspyrnumenn sem vilja komast út fyrir landsteinana. Það er eins í þjálfuninni,“ sagði Rúnar en mun þó ekki stökkva á hvað sem er. „Við fjölskyldan fluttum nýlega heim eftir tólf ára dvöl úti og höfum verið að koma okkur fyrir síðustu fjögur árin. Það er því hægara sagt en gert að rífa upp ræturnar aftur og flytja út. Það er þó gaman að vera nefndur til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá KR. Ég hef það voða gott á Íslandi.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira