Enski boltinn

Dalglish vonar að Gerrard missi aðeins af einum leik

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er bjartsýnn á að fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, muni aðeins missa af einum leik vegna nýjustu meiðslanna.

Gerrard fékk sýkingu í ökkla sem hefur valdið meiri vandræðum en menn gerðu ráð fyrir í fyrstu.

Það er alveg klárt að Gerrard leikur ekki með Liverpool um helgina og hannmun heldur ekki vera með enska landsliðinu í verkefnum sem bíða handan við hornið.

"Steven er á góðum batavegi og þetta er allt svo sannarlega á réttri leið," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×