Torres skoraði og sá rautt - Arsenal, Chelsea og Liverpool unnu öll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Torres fagnaði marki sínu vel en var rekinn útaf skömmu síðar. Það kom sem betur fer ekki að sök fyrir Chelsea. Nordic Photos / AFP Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira