Stoke stöðvaði sigurgöngu Manchester United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Nordic Photos / AFP Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Stoke í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Stigið dugar liðinu til að komast í toppsætið með betri markatölu en grannarnir í City. Liðið var án Wayne Rooney auk þess sem Chicharito meiddist snemma leiks og var skipt af velli. Gestirnir, sem spiluðu án Wayne Rooney sem glímir við meiðsli aftan í læri, urðu fyrir áfalli strax á annarri mínútu leiksins. Þá vildu þeir fá vítaspyrnu og líklega rautt spjald á Jonathan Woodgate fyrir brot á Javier Hernandez sem var sloppinn einn í gegn. Ekkert var dæmt og Hernandez var borinn af velli meiddur. Michael Owen kom inná í hans stað. Englandsmeistararnir náðu forystunni á 27. mínútu. Þá skoraði Nani fallegt mark með vinstri fæti eftir laglegt samspil við Skotann Darren Fletcher. Portúgalinn skoraði glæsilegt mark gegn Chelsea í síðustu umferð og er sjóðandi heitur. Heimamenn jöfnuðu metin á 52. mínútu með marki eftir fast leikatriði. Þá sneri Matthew Etherington boltann inná teiginn úr hornspyrnu þar sem Peter Crouch stangaði knöttinn í netið. Phil Jones, varnarmaður United, gleymdi sér í dekkningunni og De Gea hreyfði sig ekki af marklínunni. Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn, Ryan Giggs líklega það besta, en tókst ekki. Jafntefli niðurstaðan og Stoke heldur áfram að hirða stig af stóru liðunum á heimavelli sínum. Liverpool, Chelsea og United hafa öll tapað stigum í Stoke í vetur. Manchester United er með 16 stig í toppsæti deildarinnar líkt og grannarnir í City en með betra markahlutfall. Peter Crouch, sem gekk til liðs við Stoke undir lok félagaskiptagluggans frá Tottenham, varð sjötti leikmaðurinn til þess að skora fyrir sex mismunandi úrvalsdeildarfélög. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Stoke í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Stigið dugar liðinu til að komast í toppsætið með betri markatölu en grannarnir í City. Liðið var án Wayne Rooney auk þess sem Chicharito meiddist snemma leiks og var skipt af velli. Gestirnir, sem spiluðu án Wayne Rooney sem glímir við meiðsli aftan í læri, urðu fyrir áfalli strax á annarri mínútu leiksins. Þá vildu þeir fá vítaspyrnu og líklega rautt spjald á Jonathan Woodgate fyrir brot á Javier Hernandez sem var sloppinn einn í gegn. Ekkert var dæmt og Hernandez var borinn af velli meiddur. Michael Owen kom inná í hans stað. Englandsmeistararnir náðu forystunni á 27. mínútu. Þá skoraði Nani fallegt mark með vinstri fæti eftir laglegt samspil við Skotann Darren Fletcher. Portúgalinn skoraði glæsilegt mark gegn Chelsea í síðustu umferð og er sjóðandi heitur. Heimamenn jöfnuðu metin á 52. mínútu með marki eftir fast leikatriði. Þá sneri Matthew Etherington boltann inná teiginn úr hornspyrnu þar sem Peter Crouch stangaði knöttinn í netið. Phil Jones, varnarmaður United, gleymdi sér í dekkningunni og De Gea hreyfði sig ekki af marklínunni. Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn, Ryan Giggs líklega það besta, en tókst ekki. Jafntefli niðurstaðan og Stoke heldur áfram að hirða stig af stóru liðunum á heimavelli sínum. Liverpool, Chelsea og United hafa öll tapað stigum í Stoke í vetur. Manchester United er með 16 stig í toppsæti deildarinnar líkt og grannarnir í City en með betra markahlutfall. Peter Crouch, sem gekk til liðs við Stoke undir lok félagaskiptagluggans frá Tottenham, varð sjötti leikmaðurinn til þess að skora fyrir sex mismunandi úrvalsdeildarfélög. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti