Stoke stöðvaði sigurgöngu Manchester United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Nordic Photos / AFP Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Stoke í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Stigið dugar liðinu til að komast í toppsætið með betri markatölu en grannarnir í City. Liðið var án Wayne Rooney auk þess sem Chicharito meiddist snemma leiks og var skipt af velli. Gestirnir, sem spiluðu án Wayne Rooney sem glímir við meiðsli aftan í læri, urðu fyrir áfalli strax á annarri mínútu leiksins. Þá vildu þeir fá vítaspyrnu og líklega rautt spjald á Jonathan Woodgate fyrir brot á Javier Hernandez sem var sloppinn einn í gegn. Ekkert var dæmt og Hernandez var borinn af velli meiddur. Michael Owen kom inná í hans stað. Englandsmeistararnir náðu forystunni á 27. mínútu. Þá skoraði Nani fallegt mark með vinstri fæti eftir laglegt samspil við Skotann Darren Fletcher. Portúgalinn skoraði glæsilegt mark gegn Chelsea í síðustu umferð og er sjóðandi heitur. Heimamenn jöfnuðu metin á 52. mínútu með marki eftir fast leikatriði. Þá sneri Matthew Etherington boltann inná teiginn úr hornspyrnu þar sem Peter Crouch stangaði knöttinn í netið. Phil Jones, varnarmaður United, gleymdi sér í dekkningunni og De Gea hreyfði sig ekki af marklínunni. Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn, Ryan Giggs líklega það besta, en tókst ekki. Jafntefli niðurstaðan og Stoke heldur áfram að hirða stig af stóru liðunum á heimavelli sínum. Liverpool, Chelsea og United hafa öll tapað stigum í Stoke í vetur. Manchester United er með 16 stig í toppsæti deildarinnar líkt og grannarnir í City en með betra markahlutfall. Peter Crouch, sem gekk til liðs við Stoke undir lok félagaskiptagluggans frá Tottenham, varð sjötti leikmaðurinn til þess að skora fyrir sex mismunandi úrvalsdeildarfélög. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira
Manchester United gerði 1-1 jafntefli gegn Stoke í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Stigið dugar liðinu til að komast í toppsætið með betri markatölu en grannarnir í City. Liðið var án Wayne Rooney auk þess sem Chicharito meiddist snemma leiks og var skipt af velli. Gestirnir, sem spiluðu án Wayne Rooney sem glímir við meiðsli aftan í læri, urðu fyrir áfalli strax á annarri mínútu leiksins. Þá vildu þeir fá vítaspyrnu og líklega rautt spjald á Jonathan Woodgate fyrir brot á Javier Hernandez sem var sloppinn einn í gegn. Ekkert var dæmt og Hernandez var borinn af velli meiddur. Michael Owen kom inná í hans stað. Englandsmeistararnir náðu forystunni á 27. mínútu. Þá skoraði Nani fallegt mark með vinstri fæti eftir laglegt samspil við Skotann Darren Fletcher. Portúgalinn skoraði glæsilegt mark gegn Chelsea í síðustu umferð og er sjóðandi heitur. Heimamenn jöfnuðu metin á 52. mínútu með marki eftir fast leikatriði. Þá sneri Matthew Etherington boltann inná teiginn úr hornspyrnu þar sem Peter Crouch stangaði knöttinn í netið. Phil Jones, varnarmaður United, gleymdi sér í dekkningunni og De Gea hreyfði sig ekki af marklínunni. Bæði lið fengu færi til þess að tryggja sér sigurinn, Ryan Giggs líklega það besta, en tókst ekki. Jafntefli niðurstaðan og Stoke heldur áfram að hirða stig af stóru liðunum á heimavelli sínum. Liverpool, Chelsea og United hafa öll tapað stigum í Stoke í vetur. Manchester United er með 16 stig í toppsæti deildarinnar líkt og grannarnir í City en með betra markahlutfall. Peter Crouch, sem gekk til liðs við Stoke undir lok félagaskiptagluggans frá Tottenham, varð sjötti leikmaðurinn til þess að skora fyrir sex mismunandi úrvalsdeildarfélög. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Sjá meira