Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir 23. ágúst 2011 07:00 Lúxusíbúðablokkin á Manhattan Þegar hjónin sóttu um að fá að kaupa íbúð í þessu húsi þurftu þau að skila inn ítarlegum upplýsingum um persónulega hagi sína. Slitastjórnin fær þær ekki nema að örlitlu leyti. Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira
Baugsmál, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Gerald Sullenbereger Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag. Slitastjórnin stefndi bönkunum tveimur, Citigroup og Royal Bank of Canada, og hússtjórninni að Gramercy Park North 50, þar sem hjónin áttu íbúðir, til afhendingar gagnanna í fyrravor í tengslum við risavaxið skaðabótamál á hendur sjö manns tengdum Glitni. Upplýsingarnar sem um ræðir eru annars vegar reikningsyfirlit og viðskiptasaga þeirra úr bönkunum tveimur, öll samskipti við bankana og hvaðeina sem til væri um fjárhag þeirra, eignir og annað. Frá hússtjórninni var farið fram á ítarlegar fjárhags- og persónuupplýsingar sem hjónin þurftu að skila inn þegar íbúðirnar voru keyptar, meðal annars skattframtöl aftur í tímann og reikningsyfirlit. Slitastjórnin taldi að allar þessar upplýsingar væru ákaflega mikilvægar fyrir málareksturinn þar ytra, enda gætu þær sýnt fram á það hvert fjármunirnir runnu sem hjónin og meintir samverkamenn þeirra áttu að hafa sogið út úr Glitni með viðamiklu samsæri. Jón Ásgeir og Ingibjörg mótmæltu þessari kröfu hins vegar harðlega, sögðu upplýsingarnar ákaflega viðkvæmar og persónulegar og kæmu málinu ekki við á nokkurn hátt. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og skaðabótamáli slitastjórnarinnar meðal annars verið vísað frá dómi þar sem ekki var talinn grundvöllur fyrir því að höfða það í New York. Þeirri niðurstöðu hefur slitastjórnin áfrýjað. Kröfunni um opinberun gagnanna var hins vegar haldið lifandi fyrir gjaldþrotadómstól þar sem þau væru talin mikilvæg fyrir slitameðferð þrotabús Glitnis. Í apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn á kröfuna og úrskurðaði að gögnin skyldu opinberuð. Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfðust þess í kjölfarið að úrskurðurinn yrði ógiltur með sömu rökum og þau höfðu tíundað í málarekstrinum í fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjaldþrotadómstóllinn á ógildingarkröfuna að langstærstum hluta. Dómarinn Stuart M. Bernstein sagði að stefnurnar til gagnaöflunarinnar væru fyrst og fremst „veiðiferð“ til að komast í fjárhagsupplýsingar hjónanna, hvort sem þær tengdust Glitni eða ekki. Niðurstaða hans var að engar upplýsingar skyldu opinberaðar nema þær sem tengdust beint verðmæti einnar íbúðarinnar að Gramercy Park og veði Glitnis í henni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Sjá meira