Enski boltinn

Ræningjar pabba Mikel heimta veglegt lausnargjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Obi Mikel.
John Obi Mikel. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, stendur í ströngu utan vallar þessa dagana eftir að föður hans var rænt út í Nígeríu 12. ágúst síðastliðinn.

Pabba John Obi Mikel var rænt þegar hann var á heimferð úr vinnunni í nígerísku borginni Jos. Bílinn fannst nokkrum dögum síðar en nú hefur Mikel heyrt kröfur ræningjanna.

Ræingjarnir höfðu samband við fjölskyldu Mikel og heimta veglegt lausnargjald fyrir föður hans. Mannrán eru algeng í Nígeríu sérstaklega í austurhluta landsins.

Mikel er staðráðinn í að láta þetta ekki hafa áhrif á sig, hann spilaði með Chelsea á móti Stoke um síðustu helgi og ætlar líka að spila á móti West Bromwich Albion á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×