Enski boltinn

Arshavin: Wenger var alveg agndofa og sagði ekki orð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin.
Andrey Arshavin. Mynd/AFP
Arsenal-maðurinn Andrey Arshavin hefur lýst viðbrögðum knattspyrnustjórans Arsene Wenger um helgina eftir að liðið missti niður 4-0 forystu í 4-4 jafntefli. Arsenal tapaði þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni.

„Wenger var alveg agndofa og sagði ekki orð. Hann var mjög vonsvikinn og örvinglaður eins og allir hefðu verið í sömu sporum og hann," sagði Arshavin. Arsenal hefði getað minnkað forskot United í tvö stig með sigri.

„Við vorum auðvitað allir mjög leiðir yfir þessu. Tap Manchester United létti aðeins á mönnum en við vorum algjörlega niðurbrotnir eftir leikinn. Við höfum bara ekki efni á því," sagði Arshavin.

„Ef við ætlum að vinna titilinn þá þýðir ekkert að sitja og væla. Við verðum að skoða vel hvað gerðist í þessum leik og læra af því. Þessi dagur er búinn og við verðum að rífa okkur upp og undirbúa okkur fyrir næsta leik á móti Wolves," sagði Arshavin og bætti síðan við:

„Það var samt eins og það væri segull fyrir aftan annað mörkin því öll átta mörkin í leiknum voru skoruð í það mark," sagði Arshavin sem lagði upp tvö fyrstu mörk Arsenal í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×