Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að enn sé eftir vinna með varnarleikinn hjá liðinu en Liverpool hefur aðeins náð að halda marki sínu hreinu í einum leik það sem af er tímabilinu. Liverpool sækir nágranna sína í Everton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag í 216. Merseyside-slagnum.
„Ég vill ekki ganga svo langt að segja að ég hafi áhyggjur af varnarleiknum en við þurfum að halda áfram að vinna í vörninni. En á meðan við skorum fleiri mörk en mótherjarnir þá er þetta í fínu lagi," sagði Kenny Dalglish en eini leikurinn sem Liverpool hefur haldið hreinu var í 2-0 sigri á móti Arsenal en Arsenal spilaði þá stóran hluta seinni hálfleiksins með aðeins tíu menn.
„Það er alltaf gott þegar andstæðingurinn þinn kemst ekki á blað og þó að við höfum verið undir smá pressu í síðustu viku á móti Wolves þá fengum við mun fleiri og hættulegri færi. Það var alltaf líklegra að við myndum auka forskotið en tapa því," sagði Dalglish.
„Ef þú ætlar að ná þér í stig þá hjálpar það náttúrulega að fá ekki á sig mörk en ég vil ekki gera varnarleikinn að einhverju vandamáli," sagði Dalglish en hann hefur verið að glíma við meiðsli í varnarlínunni. Martin Kelly og Glen Johnson hafa verið meiddir sem og Daniel Agger. Kelly er sá eini sem getur spilað á móti Everton í dag.
„Við viljum að sjálfsögðu ekki fá á okkur mörk en við erum að spila í sterkri deild þar sem eru fullt af góðum liðum og góðum leikmönnum sem eru alltaf líklegir til að skora mörk," sagði Dalglish.
Dalglish hefur ekki áhyggjur af varnarleik Liverpool
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn