Fótbolti

Markvörður PSV steinrotaðist í leiknum gegn Ajax

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það gerðist ógnvægilegt atvik í leik PSV Eindhoven og Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í dag, en Przemyslaw Tyton, markvörður PSV, steinrotaðist í leiknum.

Tyton lenti í samstuði við liðsfélaga sinn Timothy Derijck og lá óvígur í 15 mínútur þar til hann var borinn af velli.

Liðin gerðu 2-2 jafntefli í leiknum og skoraði okkar maður Kolbeinn Sigþórsson eitt mark fyrir Ajax í leiknum.

Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan en það er ekki fyrir viðkvæma.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×