Enski boltinn

Martinez má ræða við Aston Villa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Roberto Martinez á hliðarlínunni
Roberto Martinez á hliðarlínunni Mynd/Getty Images
David Whelan stjórnarformaður Wigan hefur gefið Aston Villa grænt ljós á að ræða við knattspyrnustjórann spænska Roberto Martinez. Hingað til hafa Englendingurinn Steve McClaren og Spánverjinn Rafa Benitez þótt líklegastir í starfið. Ef marka má breska fjölmiðla eru þeir úr myndinni.

Martinez á eitt ár eftir að samningi sínum við Wigan sem bjargaði sér frá falli í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir að hafa gefið Villa grænt ljós á að ræða við Martinez segist Whelan bjartsýnn á að Martinez fari ekki.

Breskir fjölmiðlar segja Randy Lerner eiganda Aston Villa hafa blásið af fyrirhugaðar viðræður við Steve McClaren. Á óánægja stuðningsmanna Aston Villa með fyrirhugaða ráðningu McClaren að hafa haft áhrif á ákvörðun Lerner.

Owen Coyle þjálfari Bolton er einnig orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×