Enski boltinn

Fabregas: Síðasta tækifæri Van Persie að fara frá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabregas og Van Persie fagna marki í leik með Arsenal árið 2009.
Fabregas og Van Persie fagna marki í leik með Arsenal árið 2009. Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas, fyrrum fyrirliði Arsenal, segir að sóknarmaðurinn Robin van Persie verði að íhuga næsta skref sitt vandlega.

Van Persie á átján mánuði eftir af núverandi samningi sínum við félagið en Fabregas fór í sumar eftir að hafa daðrað við Barcelona í tvö ár. Mikið var rætt og ritað um væntanleg félagaskipti Fabregas og er annað eins í vændum með Van Perise.

„Ég veit ekki hvort félaginu takist að halda honum. Það er undir honum sjálfum komið,“ sagði Fabregas við enska fjölmiðla um helgina.

„Miðað við aldur hans þá er þetta síðasta tækifærið til að fara frá Arsenal. Ef hann verður áfram þá mun hann klára ferilinn hjá Arsenal,“ bætti Fabregas við en Van Persie er 28 ára gamall.

„Hann hefur verið mjög trúr Arsenal í gegnum árin. Hann er lykilmaður og stuðningsmennirnir elska hann. Hann er alger fyrirmyndarleikmaður, stjarna liðsins og félagið hefur ekki efni á að missa hann.“

„Hann hefur átt ótrúlegt tímabil og vonandi verður hann meiðslafrír allt tímabilið. Á þeim sjö árum sem ég var hjá Arsenal var hann því miður aldrei heill yfir heilt tímabil.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×