Enski boltinn

Suarez: Vandræðalegt að bera mig saman við Messi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez í leiknum um helgina.
Luis Suarez í leiknum um helgina. Nordic Photos / AFP
Luiz Suarez gat ekki annað en brosað þegar hann var spurður hvort hann væri jafn góður og Argentínumaðurinn Lionel Messi.

Suarez skoraði um helgina öll fjögur mörkin í 4-0 sigri Úrúgvæ á Síle í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2014. Fyrir vikið fóru sumir að bera hann saman við Lionel Messi hjá Barcelona.

„Það er í raun vandræðalegt fyrir mig að ég skuli vera borinn saman við Messi,“ sagði hann í samtali við fjölmiðla á Spáni.

„Ég get ekki annað en brosað. Þetta er líklega frá stuðningsmönnum landsliðs Úrúgvæ komið en okkur hefur gengið vel að undanförnu.“

„Ég er ánægður en verð að líta til liðsins alls. Þetta snýst ekki bara um einn leikmann.“

Úrúgvæ mætir svo Ítalíu í vináttulandsleik í Rómarborg á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×