Enski boltinn

Tevez enn í Argentínu - of dýr fyrir Boca Juniors

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forseti Boca Juniors í Argentínu hefur útilokað að félagið muni bjóða í Carlos Tevez hjá Manchester City þar sem hann er einfaldlega of dýr.

Tevez fór í leyfisleysi til Argentínu í síðustu viku og er fullyrt í The Sun í dag að hann ætli sér að halda kyrru fyrir eitthvað áfram. Blaðið segir meira að segja möguleika á því að Tevez muni aldrei aftur stíga niður fæti á æfingasvæði Manchester City.

The Mirror birtir í dag frétt þar sem segir að forráðamenn Manchester City hafi gefið Tevez frest til dagsins í dag til að snúa aftur.

Það eru þó engar líkur á því að hann fái að spila með Boca Juniors á ný en hann lék með félaginu í þrjú ár og er goðsögn hjá stuðningsmönnum.

„Út frá kostnaðarhliðinni er þetta einfaldlega ómögulegt,“ sagði forsetinn Jorge Amor Ameal. „Carlos er mikilvæg persóna hjá félaginu. Ég ræddi nýlega við hann og veitti honum minn stuðning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×