Tromsö eflist sem heimsborg norðursins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2011 18:49 Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira