Enski boltinn

WBA fyrst til að halda hreinu á móti Man. City | Öll úrslitin í enska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City tapaði enn á ný stigum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Brom. City-liðið hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu þremur útileikjum sínum og fyrir vikið eru nágrannarnir í Manchester United búnir að ná þeim að stigum á toppi deildarinnar.

West Bromwich Albion varð þar með fyrsta liðið sem nær að halda hreinu á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Hawthorns. City-menn voru langt frá sínu besta og baráttuglaðir lærisveinar Roy Hodgson fögnuðu frábæru stigi.

Newcastle vann 2-0 útisigur á Bolton en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan í byrjun nóvember. Newcastle-liðið var aðeins búið að ná í tvö stig út úr síðustu sex leikjum.

Hatem Ben Arfa kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og tíu mínútum síðar var staðin orðin 2-0. Hatem Ben Arfa skoraði fyrra markið sjálfur á 69. mínútu og Demba Ba bætti síðan við öðru marki tveimur mínútum síðar. Ba hefur nú skorað 21 mark í 25 deildarleikjum á þessu tímabili.

Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton-liðinu vegna veikinda en liðið náði ekki að fylgja eftir sigri á Blackburn í síðustu viku.

Sunderland og Everton gerðu 1-1 jafntefli. Sunderland hefur náð í 7 stig í 4 leikjum undir stjórn Martin O'Neill en hann var allt annað en sáttur með vítið sem Everton skoraði jöfnunarmark sitt úr.



Úrslit og markaskorara í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Chelsea - Fulham 1-1

1-0 Juan Manuel Mata (47.), 1-1 Clint Dempsey (56.)

Bolton - Newcastle 0-2

0-1 Hatem Ben Arfa (69.), 0-2 Demba Ba (71.)

Liverpool - Blackburn 1-1

0-1 Sjálfsmark Charlie Adam (45.), 1-1 Maxi Rodriguez (53.)

Manchester United - Wigan 5-0

1-0 Ji-Sung Park (8.), 2-0 Dimitar Berbatov (41.), 3-0 Dimitar Berbatov (59.), 4-0 Antonio Valencia (75.), 5-0 Dimitar Berbatov, víti (78.).

Sunderland - Everton 1-1

1-0 Jack Colback (26.), 1-1 Leighton Baines, víti (51.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×