Enski boltinn

Wayne Bridge undir smásjá Wenger

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND:NORDICPHOTOS/GETTYS
Arsene Wenger framkvæmdarstjóri Arsenal segist ekki hafa gert tilboð í vinstri bakvörðinn Wayne Bridge hjá Manchester City en viðurkennir að hann sé að að skoða hvað sé í boði í ljósi meiðsla Andre Santos og Kieran Gibbs.

Brasilíumaðurinn Santos leikur ekki með Arsenal fyrr en í mars í fyrsta lagi og Gibbs verður fjarverandi næstu fjórar vikurnar. Leikmannaglugginn opnar 1. janúar og Wenger hefur viðurkennt að hann sé að skoða vinstri bakverði sem geti fyllt í skarðið og er Brigde einn þeirra en hann er ekki inni í myndinni hjá Roberto Mancini knattspyrnustjóra Manchester City.

"Ég hef ekki kannað möguleikan á að fá Wayne Bridge, né nokkurn annan," sagði Wenger. "Þetta er eitthvað sem við að sjálfsögðu skoðum en það fer allt eftir því hve langan samning við þurfum að gera."

"Ég þarf að skoða hver sé í boði og ef möguleikarnir eru góðir þá af hverju ekki? Þetta getur haft mikil áhrif á launastrúkturinn hjá liðinu. Ef þú þarf að gera þriggja til fjögurra ára samning þá ertu með þrjá til fjóra vinstri bakverði á launaskrá en þú getur aðeins notað einn þeirra í einu. Hinir verða þá ósáttir," sagði Wenger.

"Við viljum aðeins gera stutta samninga þar sem við keyptum Santos og erum einnig með Gibbs. Vermaelen getur líka spilað þessa stöðu þannig að við þurfum ekki leikmann til langs tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×